*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 14. október 2016 08:46

Sjálfstæðisflokkur enn stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,5% fylgi og tapar 5 prósentustigum m.v. síðustu könnun. Píratar og VG jafnstórir

Ritstjórn
Oddný G. Harðardóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar kæmist ekki inn á þing ef miðað er við niðurstöður könnunarinnar.
Haraldur Guðjónsson

Sjálfstæðisflokkurinn missir 5 prósentustig frá síðustu könnun, Píratar og VG jafnstórir.

Samkvæmt nýjust könnun Félagsvísindastofnunar fer Sjálfstæðisflokkurinn niður í 21,5% en í síðustu könnun sem stofnunin birti 6. október síðastliðinn var flokkurinn með 26%.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu sem fékk stofnunina til að gera könnunina fyrir sig en hún var gerð dagana 6. til 12. október.

Dregur saman með VG og Pírötum

Píratar tapa einnig fylgi, eða um 2,3 prósentustig, og eru þeir nú komnir niður í 17,5% en Vinstri græn auka á móti við sitt fylgi um 1,2 prósentustig og eru komin í 17,7%.

Viðreisn fær 11,4% fylgi og Framsóknarflokkurinn fengi 8,6% sem í báðum tilvikum er svipað mikið fylgi og í síðustu könnun.

Björt framtíð tvöfaldar sitt fylgi og er komið í 7,7% og mælist hún orðið stærri en Samfylkingin sem mælist með 6,9%, sem er eilítil aukning frá síðustu könnun.

Samfylkingin með minnsta kjörfylgið af þeim sem ná inn þingmanni

Miðað við þessa niðurstöðu yrði Samfylkingin minnsti flokkurinn sem myndi ná inn manni, en hún fengi fimm þingmenn, en formaðurinn Oddný G. Harðardóttir myndi ekki ná þingsæti að sögn Morgunblaðsins.

Þó segir í fréttinni að Björt framtíð fái einungis fjóra menn kjörna miðað við þetta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi sextán þingmenn og Píratar fengju tólf.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim