H- listi Fyrir Heimaey, sem er klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum í Vestmannaeyjum fær þriðjung atkvæða og nær 2 mönnum samkvæmt fyrstu tölum.

UPPFÆRT: Þegar lokatölur voru komnar kom í ljós að framboðið náði þriðja manninum með því að taka fjórða manninn af Sjálfstæðisflokknum og þar með er flokkurinn ekki lengur með hreinan meirihluta í bænum.

H-listinn er leiddur af Írisi Róbertsdóttur , en hún vildi ekki þiggja þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar. Eyjalisti vinstri flokkanna missir annan af tveimur bæjarstjórnarmönnum, en hann var með fimmtung atkvæða samkvæmt fyrstu tölum.

Sjálfstæðisflokkurinn sem fékk um þrjá fjórðu atkvæða í bænum fyrir fjórum árum fær nú um 45% atkvæða, sem er meira en skoðanakannanir sýndu . Hann fær því 3 af 7 bæjarstjórnarmönnum, Fyrir Heimaey fær 3 og svo fær Eyjalisti vinstriflokkanna 1 fulltrúa. Elliði Vignisson, bæjarstjóraefni flokksins er ekki inni í bæjarstjórn, en hann settist í 5. sæti listans fyrir þessar kosningar.