Ný könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna og á stuðningi við ríkisstjórnina sýnir Sjálfstæðisflokkinn stærstan en Pírata tæplega 4 prósentustigum þar á eftir.

Stuðningurinn við ríkisstjórnina mælist 35% í heildina sem er aukning frá 33,3% í síðustu könnun MMR.

Niðurstöðurnar eru sem hér segir:

  • 24,7% - Sjálfstæðisflokkurinn
  • 20,5% - Píratar
  • 16,2% - Vinstri græn
  • 11,4% - Framsóknarflokkurinn
  • 8,9% - Viðreisn
  • 6,7% - Björt framtíð
  • 6,1% - Samfylkingin

Aðrir flokkar mældust um og undir 2%, en könnunin var gerð dagana 26. til 28. október og voru 958 svarendur.