Fylgi Sjálfstæðisflokkins eykst um tvö prósentustig milli mánaða og tæplega 28% segjast myndu kjósa flokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina eykst einnig um tvö prósentustig en nær 42% þeirra sem tóku afstöðu segjast styðja hana.

Fylgi annarra flokka breytist lítið. Rúmlega 18% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, um 15% Bjarta framtíð, tæplega 13% Vinstrihreyfinguna - grænt framboð og tæplega 8% Pírata. Þá segjast tæplega 6% myndu kjósa aðra flokka en nú eiga sæti á Alþingi.

Einungis um 13% svarenda segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga í dag. Flokkurinn fékk um 25% fylgi í kosningunum í fyrra.