Í síðustu könnun Gallup fyrir kosningar er Sjálfstæðisflokkurinn með afgerandi forystu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 27% fylgi. Píratar eru næststærsti flokkurinn en mælast með 17,9% fylgi. Vinstri græn fylgja fast á hæla Pírata með 16,5% fylgi. Þetta kemur fram í frétt á vef Gallup .

Framsóknarflokkurinn mældist með 9,3% fylgi og Viðreisn með 8,8% fylgi. Samkvæmt könnun Gallup mældist Samfylkingin með 7,4% fylgi og Björt framtíð með 6,8%. Flokkur fólksins kæmist ekki á þing ef þetta reynast réttar niðurstöður en flokkurinn mælist nú með 3,4% fylgi en aðrir flokkar með minna fylgi.

Könnun Gallup var framkvæmd 24. til 28. október og er net- og símakönnun. Úrtak netkönnunnarinnar var tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup. Úrtakið úr símakönnuninni var tilviljunarúrtak úr Þjóðskrá. Heildarúrtaksstærð var 3.508, sem verður að teljast nokkuð stórt úrtak og þátttökuhlutfall var 55% eða 1.728.