Niðurstöður nýlegrar Gallup-könnunar sýnir að fylgi stjórnamálaflokkanna hefur breytst þó nokkuð á einum mánuði. Sjálfstæðisflokkurinn fær um þessar mundir svipað fylgi og Píratar og er það í fyrsta sinn síðan í apríl í fyrra. Þetta kemur fram á vef ruv.is í dag.

Á sama tíma hefur fylgi Pírata hefur minnkað um rúm 9 prósentustig á einum mánuði. Fylgi Pírata fór fyrst yfir 30% í lok apríl í fyrra og hélst þar allt þar til um miðjan síðasta mánuð þegar það féll úr 36% í niður í 29,3%. Nú tveimur vikum seinna mælist fylgi Pírata 26,6%.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað frá síðustu könnun og fengi 27% ef kosið yrði nú. Vinstri Græn tapa um einu og hálfu prósentustigi frá síðustu könnun, fengju 18,4%. Framsóknarflokkurinn bætir mjög við sig fylgi, eða fjórum prósentustigum, og mælist fylgi hans tæplega 11%. Fylgi annarra flokka breytist lítið, rúmlega 8% segjast myndu kjósa Samfylkinguna, liðlega 5% Bjarta framtíð og 3.5% Viðreisn.

Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 37,3% en var 34% í síðustu könnun.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fjallaði um niðurstöður könnunarinnar á facebook síðu sinnar í gærkvöldi. Þar segir að hún gráti ekki tilfærslur á fylgi Pírata en það að almenningur umbuni núverandi ríkisstjórnarflokkum sé henni algerlega ofviða. Nú sé sem sú mikla mótmælaalda sem hafi riðið yfir landið eins siðferðilegur jarðskjálft hafi haft þveröfug áhrif.