Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er með mest fylgi ef marka má skoðana­könn­un Fréttablaðsins í dag eða 31,1%. Pírat­ar fylgja þeim fast á eft­ir með 30,3% fylgi.

Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að aukast og bætir flokkurinn bætir við sig tæp­um sex pró­sent­um frá síðustu könn­un en 19,8% aðspurðra sögðust myndu kjósa VG ef kosið væri nú. 7,4% aðspurðra sögðust kjósa Sam­fylk­ing­una og 6,5% Fram­sókn­ar­flokk­inn. 3,1% sögðust  kjósa Bjarta Framtíð.

Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.

Í könuninni var rætt við 799 einstaklinga. Rúm­lega þriðjung­ur þeirra tók ekki afstöðu til könn­un­ar­inn­ar en 516 tóku af­stöðu.