Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi íslenskra flokka eða 25,6% samkvæmt nýrri könnun MMR sem fram fór 11. til 16. maí 2017. Flokkurinn bætir lítillega við sig milli kannanna.

Vinstri grænir mældust hins vegar með næst mest fylgi eða 21,4%, en það er 2 prósentustiga lækkun frá síðustu mælingu þar sem fylgið mældist 21,4%. Fylgi Pírata mældist 14,1% og er það hækkun 1,3 prósentustig mikilli kannanna.

Fylgi Framsóknarflokksins mældist 12,2% og fylgi Samfylkingarinnar 9,3% og dregst lítillega saman. Áhugavert er að fylgi Viðreisnar mælist 5,5% og Bjartrar framtíðar 3,4% - og stuðningur við ríkisstjórnina 31,4%. Fylgi Sjálfstæðisflokksins skýrir því meginþorra af stuðningi við ríkisstjórnina.