Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi í nýrri könnun MMR sem fór fram dagana 17. til 24. febrúar. Fylgi Sjálfstæðisflokk mælist 26,9% en þar var 24,4% í síðustu könnun sem lauk 15. febrúar. Vinstri grænir mældust með næst mest fylgi eða 23,9%. Það er lækkun um 3,1 prósentustig frá síðustu mælingu.

Fylgi Framsóknarflokksins jókst um 1,5% milli kannana og mælist fylgi flokksins nú 12,2%. Fylgi Pírata mældist 11,6% og fylgi Samfylkingarinnar mældist 8%, samanborið við 10% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar hélst nokkuð stöðugt milli kannanna og mælist nú 6,3%. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist 5,2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina hækkaði milli kannana og kváðust 37,9% styðja ríkisstjórnina. Það er 3 prósentustiga hækkun frá síðustu könnun.