Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi í nýjum Þjóðarpúls Gallup. Þrátt fyrir að mælist fylgið aðeins minna en í síðustu könnun. Viðreisn bætir hins vegar við sig 2 prósentustigum.

Í könnuninni, sem var framkvæmd dagana 31. ágúst til 14. september er hægt að sjá talsvert flökt á fylgi flokka milli kannanna.

Sjálfstæðisflokkurinn er með 25,5% fylgi og Píratar með 23,1% ef samkvæmt könnuninni. Í síðasta Þjóðarpúls voru Píratar hins vegar með um 26% fylgi.

Vinstri grænir lækka en Viðreisn bætir við sig

Vinstri hreyfingin grænt framboð, tapar talsverðu fylgi, en þau mældust með 13,5% samanborið við 16% í síðasta Þjóðarpúls. Viðreisn bætir hins vegar við sig milli kannanna og er nú með 12,2%.

Framsóknarflokkurinn helst nokkuð stöðugur og mælist nú með 9,4% fylgi. Samfylkingin mældist með 8,8% fylgi og bætir lítillega við sig. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nokkurn veginn í stað, en þau mælast nú með 2,9% fylgi.

Íslenska þjóðfylkingin með 2%

Aðrir flokkar og framboð fá samanlagt 4,6% í Þjóðarpúlsinum. Af þeim mælist Íslenska þjóðfylkingin hæst eða með 2% fylgi. Dögun var með 1,3% og 0,7% sögðust kjósa Alþýðufylkinguna. Hálft prósent sagðist ætla að kjósa Flokk fólksins.

Niðurstöðurnar er hægt að sjá á vef Rúv .is.