Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 23,9%. Næst koma Píratar með 15,3% og Vinstri græn með 14,3%. Samfylkingin tapar 2,5 prósentustigum milli mælinga en Flokkur fólksins bætir við sig 3,3 prósentustigum.

Ríkisstjórnin nýtur nú 53,1% stuðnings og dalar eilítið frá síðustu mælingu þegar 55,2% kváðust styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýrri könnun MMR, sem var gerð dagana 13. til 19. apríl. Síðasta könnun var gerð mánuði fyrr.

Hér má sjá niðurstöðurnar m.v. síðustu kosningar:

23,9% - Sjálfstæðisflokkurinn, fengu 25,2% í kosningunum
15,3% - Píratar, fengu 9,2%
14,3% - Vinstri græn, fengu 16,9%
13,6% - Samfylkingin, fengu 12,1%
8,8% - Miðflokkurinn, fengu 10,9%
7,3% - Framsóknarflokkurinn, fengu 10,7%
7,0% - Viðreisn, fengu 6,7%
6,9% - Flokkur fólksins, fengu 6,9%