Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá kosningunum 2014 ef niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins koma upp úr kjörkössunum í Garðabæ eftir 17 daga. Fleiri ætla að kjósa framboð sem ekki eru í boði heldur en M-lista, sem náði inn manni fyrir fjórum árum, þó undir öðrum formerkjum.

Sjálfstæðisflokkur fengi átta bæjarfulltrúa af ellefu, en sameiginlegur listi vinstriflokkanna í bænum, Samfylkingar, VG, Bjartri framtíð, Viðreisn, Pírötum og óháðra frambjóðenda fengi þrjá bæjarfulltrúa.

Í síðustu kosningum hlaut Björt framtíð tæplega 14,8% og tvo bæjarfulltrúa og Samfylking 9,9% og 1 bæjarfulltrúa. Það gerir samtals 24,7%, en Garðarbæjarlistinn mælist nú með 23,5%.

Bæjarfulltrúi M-lista, Fólksins í bænum, býður nú fram undir merkjum Miðflokksins, en fylgið hefur helmingast milli ára. Hlaut M-listinn 9,9% og einn bæjarfulltrúa fyrir fjórum árum en eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá leiðir María Grétarsdóttir nú M-lista Miðflokksins í bænum, sem mælist nú með 4,5%.

Auk þess mælist Framsóknarflokkurinn með 1,5%. Þess utan segjast 7,5% svo vilja kjósa önnur en þau fjögur framboð sem eru í framboði í bænum.

Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar í Garðabæ:

  • 63,0% og 8 fulltrúar - Sjálfstæðisflokkur, var með 58,8% og 7 fulltrúa
  • 23,5% og 3 fulltrúar - Garðabæjarlistinn, en hann samanstendur af m.a. Bjartri framtíð sem hlaut 14,8% og 2 fulltrúa og Samfylkingu sem hlaut 9,9% og 1 fulltrúa
  • 7,5% - Ýmis önnur framboð
  • 4,5% - Miðflokkurinn og engan fulltrúa - sami bæjarfulltrúi leiðir listann og M-lista Fólksins í bænum fyrir 4 árum sem hlaut 9,9% og 1 fulltrúa