Óbreytt þingsályktunartillaga Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra og formanns Viðreisnar, um fjármálaáætlun til næstu fimm ára, nýtur ekki stuðning þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Ræður þar mestu gagnrýni á áform fjármálaráðherra um að flytja ferðaþjónustuna upp í efra, og almenna skattþrep virðisaukaskattsins að því er segir í Morgunblaðinu .

Meirihluti fjárlaganefndar ásamt þingflokki Sjálfstæðisflokksins styður ekki óbreytta tillögu um hækkunina, og telja þeir fjármálaráðherra fara of bratt í hækkunina. Fjármálaráðherra sagði á Rúv í gær að hækkunin sé meðal annars til þess ætluð að vinna gegn styrkingu krónunnar, sem hefur verið verð hröð vegna mikils innstreymis gjaldeyris frá ferðamönnum.