*

fimmtudagur, 18. janúar 2018
Innlent 27. september 2017 12:54

Sjanghæ opnar í dag á ný

Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri opnar að nýju klukkan 17:00 í dag eftir lokun í kjölfar fréttaflutnings RÚV.

Ritstjórn
Veitingastaðurinn Sjanghæ er vel staðsettur í miðbæ Akureyrar.
Aðsend mynd

Veitingastaðurinn Sjanghæ í miðbæ Akureyrar sem býður upp á kínverska matseld mun opna á ný í dag klukkan 17:00. Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá þurftu eigendur að loka staðnum eftir að fréttastofa RÚV brigslaði eigendur um að stunda mansal, og hyggjast nú eigendur staðarins fara í mál við ríkisfjölmiðilinn.

Hefur staðurinn því verið lokaður frá því 30. ágúst síðastliðinn, en frá og með í dag verður starfsemi veitingastaðarins samkvæmt venju að nýju, húsið opið og veitingar á borðum að því er Morgunblaðið greinir frá.

Stikkorð: RÚV Akureyri veitingastaður Sjanghæ mansal