Meðal þess fjölbreytta starfs sem Deloitte sinnir er samantekt sérstaks gagnagrunns um íslenskan sjávarútveg. Að sögn Sigurðar Páls Haukssonar, forstjóra Deloitte, skiptir sá atvinnugeiri fyrirtækið gríðarlegu máli. „Við erum með í kringum 60% af sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi í okkar viðskiptavinahópi.“ Við erum mjög stórt fyrirtæki á þessum markaði. Sjávarútvegurinn er bæði mikilvægur fyrir okkur og þjóðina í heild sinni. Kveikjan að því að greina markaðinn var sú að við vildum draga saman tölur fyrir greinina í heild sinni tiltölulega snemma þannig að menn gætu verið að ræða um greinina byggða á rauntölum, á staðreyndum. Það var á tímabili mikil umræða í gangi og tölur sem menn köstuðu fram sem höfðu enga stoð í raunveruleikanum.

Með gagnagrunninum fæst heildstæð sýn yfir greinina og því mikilvægt framlag í umræðuna. Úthlutaður arður árið 2015 var 13,5 milljarð­ ar og samanlögð veiðigjöld voru um 8 milljarðar árið 2014. Þetta eru bara stað­ reyndir en svo mega allir hafa skoðanir á því hvort þetta sé mikið eða lítið. Svo vildum við líka hefja sjávarútveginn til vegs og virðingar. Sama hvernig við lítum á þetta þá stendur greinin fyrir um 11% af þjóðarframleiðslunni, sem er gríðarlega mikið, og um einum þriðja af gjaldeyristekjum okkar. Við höfum ekki efni á því að tala um hann í einhverjum flimtingum. Við lítum á þetta sem eina heild hérna á Íslandi. Þetta er líka hluti af þessum samfélagsmetnaði sem við höfum. Við höfum mikinn áhuga á að sækja meira í slíka skýrslugerð, t.d. varðandi ferðamannaiðnaðinn. Það er hugmynd hjá okkur að greina hann og leggja meiri áherslu á hann. Það yrði unnið samkvæmt sömu prinsippum og við sjávarútveginn – þetta skiptir okkur öll máli. Við munum vinna að þessu næstu misserin og koma með einhverjar skemmtilegar nálganir,“ segir Sigurður

Nánar er rætt við Sigurð í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .