*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Innlent 13. mars 2018 14:35

Sjö kjörin í stjórn VR

Tveir yfirlýstir stuðningsmenn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, náðu kjöri í aðalstjórn.

Ritstjórn

Niðurstöður í stjórnarkjöri VR liggja fyrir en sjö stjórnarmenn voru kosnir inn í stjórn VR.

Fjórir af fimm stjórnarmönnum sem sóttust eftir endurkjöri náðu kjöri en auk þeirra náðu tveir yfirlýstir stuðningsmenn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR kjöri en það eru þeir Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson. Þá náði Guðrún B. Hallbjörnsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður einnig kjöri.  

Í varastjórn var kjörin Agnes Erna Estherardóttir en hún er einnig yfirlýstur stuðningsmaður Ragnars Þórs. Þá var Oddný Margrét Stefánsdóttir einnig kjörin í varastjórn og Sigurður Sigfússon sem hafði áður átt sæti í aðalstjórn frá árinu 2000.

Í stjórn VR sitja 14 manns auk formanns sem kosinn er sérstaklega til tveggja ára í senn. Ragnar Þór Ingólfsson, var kjörinn formaður í fyrra og þurfti því ekki að sækjast eftir endurkjöri í ár. Kosið er um helming stjórnarsæta á hverju ári til tveggja ára í senn.

Eftirfarandi einstaklingar náðu kjöri í aðalstjórn:

  • Sigríður Lovísa Jónsdóttir
  • Bjarni Þór Sigurðsson
  • Dóra Magnúsdóttir
  • Arnþór Sigurðsson
  • Guðrún Björk Hallbjörnsdóttir
  • Friðrik Boði Ólafsson
  • Ingibjörg Ósk Birgisdóttir