*

föstudagur, 19. apríl 2019
Fólk 21. júní 2017 10:29

Sjö ný til Kolibri

Starfsfólki hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækisins Kolibri, sem sérhæfir sig í stafrænni vöruþróun, hefur fjölgað um 50% að undanförnu.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Starfsfólki hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækisins Kolibri, sem sérhæfir sig í stafrænni vöruþróun, hefur fjölgað um 50% að undanförnu. Í hóp starfsmanna fyrirtækisins hafa nú bæst nokkrir sérfræðingar. Þetta eru þau Jonathan Gerlach, Unnur Halldórsdóttir, Rachel Salmon, Hlynur Sigurþórsson, Kristinn Hróbjartsson, Ívar Þorsteinsson og Ívar Oddsson.

Jonathan „Jonni“ Gerlach er vöruhönnuður sem starfaði áður sem hönnunarstjóri hjá fyrirtækinu Bókun. Jonni er einn af stofnendum vefstofunnar Skapalón þar sem hann var meðeigandi. Jonni lærði grafíska hönnun í Collins College í Bandaríkjunum og er með B.A. gráðu í grafískri hönnun úr Listaháskóla Íslands. Jonni er stjórnarformaður Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) og sinnir einnig kennslu við Listaháskóla Íslands og í Tækniskólanum. Jonni á þrjú börn. 

Unnur Halldórsdóttir er rekstrarstjóri og bókari Kolibri. Hún hefur unnið í fjölda ára við bókhald hjá fyrirtækjum og kemur til Kolibri með mikla reynslu í rekstrarbókhaldi. Unnur hefur áður starfað við bókhald hjá m.a. Ernst & Young, Iceland og GlaxoSmithKline ehf. Unnur er gift Þorsteini Þorsteinssyni, eiganda Steina Steina parketþjónustu, og eiga þau þrjú börn.

Rachel Salmon hefur verið ráðuin sem hönnuður til Kolibri. Hún er með B.A.-gráðu í ensku frá University of Southampton og í júlí 2014 lauk hún námi í hönnun við Shillington College í London. Hún starfaði við hönnun í Bretlandi hjá hönnunarfyrirtækjum og sjálfstætt fyrir viðskiptavini á borð við Microsoft Research. Hún flutti til Íslands í upphafi árs 2015 og starfaði hjá OZ áður en hún hóf störf hjá Kolibri. Rachel er gift David Blurton, hugbúnaðarverkfræðingi hjá Takumi.

Hlynur Sigurþórsson kemur til starfa sem hugbúnaðarsérfræðingur en hann starfaði áður hjá Plain Vanilla og þar áður hjá Azazo, Samskipum og við stundakennslu hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann er með B.Sc. og M.Sc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hlynur er kvæntur Thelmu Björk Wilson verkfræðingi og eiga þau einn son.

Kristinn Hróbjartsson var áður forstöðumaður rekstrar hjá Plain Vanilla og var jafnframt ábyrgur fyrir þróun á Agile-vinnukerfi fyrirtækisins. Hann er með B.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands. Kristinn kom að stofnun Northstack.is þar sem fjallað er um íslensk sprotafyrirtæki. Kristinn sinnir ráðgjöf og viðskiptaþróun hjá Kolibri. 

Ívar Þorsteinsson er sölu- og markaðsstjóri Kolibri. Hann var áður verkefna- og sölustjóri hjá Skapalóni. Hann mun leiða markaðsstarf félagsins ásamt því að stýra uppbyggingu viðskiptatengsla og viðskiptaþróunar Kolibri. Ívar er með B.Sc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti. Eiginkona Ívars er Tatiana Shirokova, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Dohop. 

Ívar Oddsson hefur verið ráðinn til Kolibri sem viðmótsforritari. Ívar er með B.Sc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Áður en Ívar gekk til liðs við Kolibri starfaði hann sem forritari hjá Vettvangi en hann hafði þar áður starfað í samþættingardeild hjá Íslandsbanka þar sem hann sinnti einnig hlutverki forritara. Unnusta Ívars er Sunna Ösp Runólfsdóttir, sjúkraþjálfari. 

Ólafur Nielsen, framkvæmdastjóri Kolibri: „Við erum gríðarlega ánægð með þennan öfluga hóp sérfræðinga sem gengið hefur til liðs við Kolibri að undanförnu. Við þurfum að stækka hratt til að bregðast við mikilli eftirspurn eftir ráðgjöf um aukna sjálfvirkni og bætt viðmót og virkni stafrænna lausna. Flestir sérfræðingar eru sammála um að samkeppni fyrirtækja á komandi árum verði háð á grundvelli stafrænnar upplifunar. Í heiminum öllum eru að spretta upp ný fyrirtæki sem eru að umbylta mörkuðum. Fyrirtæki eins og Uber, Airbnb og Facebook hafa farið úr því að vera sprotafyrirtæki í að verða ráðandi á sínum markaði á fáum árum. Ekki vegna þess að þau séu að gjörbreyta vörunni sem seld er heldur felst byltingin í ólíkri og mun betri notendaupplifun. Fyrirtæki þurfa að skilja viðskiptavini sína betur til að lifa af og leiðin til þess er að vera í stöðugri stafrænni vöruþróun þar sem þú ert í beinu sambandi við viðskiptavininn.“

Stikkorð: Kolibri starfsmenn nýir
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim