Eignir verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóða námu 582,4 milljörðum króna í lok febrúar og lækkuðu um 10,1 milljarð á milli mánaða og um 16 milljarða frá áramótum. Þetta kemur fram í nýjustu tölum frá Seðlabanka Íslands.

Eignir verðbréfasjóða námu 164,2 milljörðum króna og lækkuðu um 24,2 milljarða í febrúar, eignir fjárfestingarsjóða námu 280,5 milljörðum og hækkuðu um 11,2 milljarða á sama tíma og eignir fagfjárfestasjóða námu 137,7 milljörðum og hækkuðu um 2,9 milljarða.

Lækkunin milli mánaða skýrist fyrst og fremst vegna skuldabréfasjóða sem lækka um 18 milljarða króna. Í lok febrúar var heildarfjöldi sjóða 163, þ.e. 50 verð­ bréfasjóðir, 52 fjárfestingarsjóð­ir og 61 fagfjárfestasjóður.