*

miðvikudagur, 21. nóvember 2018
Innlent 20. september 2013 09:04

Sjóður í rekstri VÍB kaupir Höfðatorg af Íslandsbanka

Höfðatorg er að komast í hendur nýrra eigenda. Íslandsbanki tók húsið af Eykt fyrir tveimur árum.

Jón Aðalsteinn Bergsvein

FAST 1, samlagshlutafélag í eigu lífeyrissjóða og tryggingafélaga í rekstri VÍB og Contra, hefur keypt eignarhaldsfélagið HTO ehf, sem á Höfðatorg við Borgartún og Katrínartún í Reykjavík. Íslandsbanki átti félagið áður. Ekkert er gefið upp um kaupverðið í tilkynningu frá Íslandsbanka. Þar segir hins vegar að Íslandsbanki hafi gengið að kauptilboðinu og hafi FAST-1 hafið undirbúning að uppgjöri kaupanna. Stefnt er á að þeim ljúki á næstu vikum.

Höfðatorg er tvískipt bygging, annars vegar er um að ræða 19 hæða turn með tveggja hæða bílakjalla auk skrifstofa framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar á sjö hæðum í öðru húsi. 

Höfðatorg var um síðustu áramót metið á 13,7 milljarða króna, samkvæmt bókfærðu verði HTO. Byggingarisinn Eykt reisti húsið á sínum tíma. Íslandsbanki fjármagnaði framkvæmdirnar á sínum tíma en tók Höfðatorg yfir að mestu í desember árið 2011. Bankinn var skrifaður fyrir 72% eignarhlut í félaginu samkvæmt síðasta ársreikningi. 

Íslandsbanki auglýsti svo HTO ehf til sölu í júní síðastliðnum. Frestur til að skila inn tilboðum rann út í byrjun júlí. 

Stikkorð: Íslandsbanki Höfðatorg VÍB FAST-1 slhf HTO ehf