Eigendur spænska sölufyrirtækisins Icelandic Iberica munu selja fyrirtækið á fjórfalt hærra verði en þeir greiddu fyrir það á tæplega einu og hálfu ári. Að teknu tilliti til þess að ríflega 40% kaupanna voru fjármögnuð með lánsfé munu eigendur Icelandic Iberica hafa sjöfaldað fjárfestingu sína.

Á mánudaginn var tilkynnt um kaup Icelandic Seafood International (ISI) á Solo Seafood ehf., eiganda Icelandic Iberica. Greitt verður fyrir félagið með 1.047 milljón nýjum hlutum í ISI en markaðsvirði hlutanna við lokun markaða í gær nam um 7,9 milljörðum króna. Samtals munu hluthafar í Solo Seafood eignast tæplega 45% hlut í ISI.

Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Icelandic Iberica, og sjávarútvegs-fyrirtækin Nesfiskur, Jakob Valgeir og FISK-Seafood keyptu Icelandic Iberica af Icelandic Group á 1,83 milljarða króna í desember árið 2016 að því er kemur fram í ársreikningum Solo Seafood fyrir árin 2016 og 2017. Icelandic Group var þá í eigu Framtakssjóðs Íslands en eigendur framtakssjóðsins eru sextán lífeyrissjóðir, Landsbankinn og VÍS.

Yfir 40% fjármagnað með lánsfé

Kaupendurnir lögðu sjálfir til tæplega 1,1 milljarða króna í Solo Seafood árið 2016. Þar af var 491 milljón króna lögð fram sem hlutafé og 600 milljónir króna með lánsfé. Afgangurinn, yfir 700 milljónir króna, var fjármagnaður með láni í evrum frá þriðja aðila. Sjávarsýn er stærsti hluthafi Solo Seafood og átti um síðustu áramót 24% hlut, Nesfiskur, Jakob Valgeir og FISK-Seafood áttu hvert um sig 22% hlut og Hjörleifur Ásgeirsson átti 10% hlut.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . A ðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er: