Hagnaður Sjóvá var 749 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 1,100 milljónir króna á fyrsta ársfjórðung í fyrra.

Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 396 milljónum króna og var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 422 milljónir króna.Samsett hlutfall var 97,2% samanborið við 103,6% á sama tíma í fyrra.

„Afkoman af fjárfestingarstarfsemi var nokkuð góð þó hún standist ekki samanburð við fyrsta ársfjórðung 2017 þegar hún var sérlega góð". er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra Sjóvá.

Stórbruninn á atvinnuhúsnæði í Garðabæ sem átti sér stað í byrjun apríl olli því að verulegt tjón  varð á lausafé og var hluti þess tryggt hjá félaginu. Áætlaður kostnaður Sjóvá vegna brunans er 224 milljónir króna. Tjónið rúmast þó innan áætlana yfir árið.

Hermann segir að ef litið sé til samsetts hlutfalls sé þetta besti fyrsti ársfjórðungur frá árinu 2014 og að markviss bæting hafi verið í afkomu af vátryggingastarfsemi er fram kemur í fréttatilkynningu frá Sjóvá.