Tryggingafélagið Sjóvá lækkaði mest í viðskiptum dagsins eða um 2,48% í 32 milljóna króna viðskiptum. Viðskiptablaðið greindi frá því á föstudaginn að félagið hafi sent frá sér afkomuviðvörun vegna bruna sem varð í fiskeldisstöð í Ölfusi í júní.

Næst mest lækkun var á verði bréfa í Sýn en lækkunin nam 1,20% í 1 milljóna króna viðskiptum.

Mest hækkun var á verði bréfa í Origo en sú hækkun nam 1,48% í 1 milljóna króna viðskiptum næstmest hækkun var á verði bréfa í HB GRanda en hækkunin nam 0,88%.