*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 20. september 2018 16:13

Sjóvá stefnir að útgáfu skuldabréfa

Sjóvá stefnir að útgáfu víkjandi skuldabréfa, náist ásættanleg kjör. TM og VÍS hafa bæði gefið út slík bréf síðustu ár.

Ritstjórn
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Á stjórnarfundi Sjóvá í dag var tekin ákvörðun um að stefnt skyldi að útgáfu víkjandi skuldabréfa, ef ásættanleg kjör nást, samkvæmt tilkynningu frá tryggingafélaginu.

Fram kemur að á þessu stigi liggi ekki fyrir ákvörðun um fjárhæð útgáfunnar, tímalengd, skilmála eða nákvæma tímasetningu, en Sjóvá muni upplýsa nánar um slík atriði eftir því sem ákvarðanir hafi verið teknar.

Félagið mun í framhaldi af ákvörðun stjórnarfundar í dag afla sér ráðgjafar í tengslum við útgáfu og sölu skuldabréfanna. Stefnt er að skráningu þeirra í Kauphöll.

Tryggingamiðstöðin gaf út fyrsta víkjandi skuldabréf eftir hrun í maí 2015. Gefin voru út verðtryggð vaxtagreiðslubréf með 2 gjalddaga á ári, að nafnverði 2 milljarðar króna til 30 ára með 5,25% vöxtum fyrsta áratuginn, og 6,25% eftir það.

Í júlí 2016 gaf svo VÍS út bréf með sömu kjörum upp á rúma 2 milljarða króna.

Stikkorð: Sjóvá
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim