Capacent verðmetur tryggingafélagið Sjóvá á 28,9 milljarða króna sem er 28 prósent yfir markaðsvirði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.Verðmatsgengið lækkar um tæplega eitt prósent frá síðasta mati.

Í greiningunni segir að ládeyða verði á hlutabréfamarkaði fram yfir verslunarmannahelgi.

Afkomuviðvörun sem Sjóvá birti nýlega hafði ekki áhrif á verðmatið. Sjóvá gerir nú ráð fyrir að samsett hlutfall verði 98 prósent í ár í stað 96 prósenta. Aftur á móti hefur Capacent reiknað með því að hlutfallið verði 99 prósent. Fram kemur í greiningunni að grunnrekstur félagsins sé að styrkjast þrátt fyrir óvænt tjón.