*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 6. júlí 2018 08:16

Sjóvá undirverðlagt um 28%

Capacent verðmetur tryggingafélagið Sjóvá á 28,9 milljarða króna sem er 28 prósent yfir markaðsvirði.

Ritstjórn
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
Haraldur Guðjónsson

Capacent verðmetur tryggingafélagið Sjóvá á 28,9 milljarða króna sem er 28 prósent yfir markaðsvirði. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.Verðmatsgengið lækkar um tæplega eitt prósent frá síðasta mati. 

Í greiningunni segir að ládeyða verði á hlutabréfamarkaði fram yfir verslunarmannahelgi.

Afkomuviðvörun sem Sjóvá birti nýlega hafði ekki áhrif á verðmatið. Sjóvá gerir nú ráð fyrir að samsett hlutfall verði 98 prósent í ár í stað 96 prósenta. Aftur á móti hefur Capacent reiknað með því að hlutfallið verði 99 prósent. Fram kemur í greiningunni að grunnrekstur félagsins sé að styrkjast þrátt fyrir óvænt tjón. 

Stikkorð: Sjóvá
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim