*

föstudagur, 26. apríl 2019
Innlent 9. október 2015 14:34

Sjúkrakostnaður erlendis endurgreiddur

Íslendingar gætu í auknum mæli sótt heilbrigðisþjónustu erlendis, nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Mun auðveldara verður fyrir Íslendinga að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, nái frumvarp heilbrigðisráðherra fram að ganga. Frumvarpið kveður á um að sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi fái sömu endurgreiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu hér á landi og í öðrum aðildarríkjum EES.

Á næstu dögum mun Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sjúkratryggingar og á lyfjalögum. Verði frumvarpið að lögum verða innleidd ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins um rétt til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri og viðurkenningu á lyfseðlum sem gefnir eru út í öðrum aðildarríkjum EES.

Sama endurgreiðsla og á Íslandi

Sjúkratryggður einstaklingur sem velur að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annars EES-ríkis fær því endurgreiddan kostnað sem nemur þeirri fjárhæð sem kostar að veita þjónustuna hér á landi. Annan kostnað greiðir einstaklingurinn sjálfur.

Ekki verður gerð krafa um fyrirfram samþykki til þar til bærra yfirvalda áður en þjónusta er sótt til annars EES-ríkis, þó að tilskipunin veiti ákveðnar heimildir til þess að ríki geri slíka kröfu.

Þá mun fyrirhuguð lagabreyting auðvelda viðurkenningu á lyfseðlum sem gefnir eru út í öðrum aðildarríkjum. Lyfseðlar gefnir út af læknum, tannlæknum og dýralæknum með gild lækningaleyfi í öðrum aðildarríkjum EES verða gildar lyfjaávísanir hér á landi.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim