Sjúkraliðafélag Íslands, eða SLFÍ, hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu félagsmanna.

Alls greiddu 59,9% kjörgengra atkvæði um samninginn, og af þeim voru 96,25% hlynntir samningnum. 3,30% höfnuðu honum. Auðir seðlar og ógildir voru þrír talsins.

SLFÍ er þar með fyrsta aðildarfélag BSRB sem samþykkir kjarasamning við ríkið í þessari samningalotu.

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Landssambands lögreglumanna hófst í dag og mun ljúka í næstu viku.