Philip Green kom hingað til lands í október 2008 til að kaupa „skuldir Baugs“ eins og það var kallað. Hann sagði við það tilefni að sá sem ætti skuldirnar ætti fyrirtækið.

Björgólfur Thor skýtur fast á Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson í pistli á vefsíðu sinni btb.is um svipað efni. Þar undrast hann að Jóhannes haldi því fram í Mannlífi að allt hafi verið hirt af þeim feðgum.

„Iceland-verslanakeðjan var með réttu eign Landsbankans, en ekki þeirra sem skulduðu fyrirtækið að fullu, eftir að hafa í þokkabót skafið allt fé út úr því,“ er skrifað á heimasíðu Björgólfs. Það verða að vera raunverulegar eignir á bak við eignarhaldið.