*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 9. mars 2018 08:58

Skapa 300 heilsársstörf

Fleiri skemmtiferðaskip til Akureyrar en Reykjavíkur á síðasta ári, en all um 9 þúsund farþegar fóru hringinn.

Ritstjórn
Gísli Freyr Valdórsson

Á síðasta ári komu fleiri skemmtiferðaskip í hafnir Hafnarsamlags Norðurlands heldur en í Faxaflóahafnir, eða 172 skip á móti 135 að því er Morgunblaðið greinir frá upp úr samantekt samtakanna Cruise Iceland.

Segir Pétur Ólafsson formaður samtakanna að vegna heimsóknanna verði til um 300 heilsársstörf hér á landi, mörg hver á landsbyggðinni. Samantekt samtakanna sýnir að útgerðir, farþegar og áhafnir skemmtiferðaskipa skildu eftir um 7-8 milljarða króna hér á landi á síðasta ári.

Tóku alls 14 hafnir allt í kringum landið á móti skemmtiferðaskipum á síðasta ári, en langflest komu til Reykjavíkur, Akureyrar og Ísafjarðar í farþegum talið. Fóru alls um 9 þúsund farþegar í siglingar hringinn í kringum landið á síðasta ári.