Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að Fjármálaeftirlitið hafi metið BLM Investment hæft til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Lýsingu hf.

Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri FME, segir í viðtali við Morgunblaðið að ef þetta væri viðskiptabanki þurfa ekki endilega sömu viðmið að gilda, spurður að því hvaða fordæmi það gæfi að hafa metið móðurfélag BLM Investment ehf., írska aflandsfélagið Burlington Loan Management auk tengdra aðila, Deutsche International Finance á Írlandi, Walkers Global Shareholding Services og bandaríska vogunarsjóðsins Davidson Kempner Capital Managment, hæf til að fara með allt að 100% virkan eignarhlut í fjármögnunarfyrirtækinu Lýsingu í gegnum eignarhald sitt á móðurfélaginu Klakka.

Jón Þór segir jafnframt að þau vilja vara við því að of víðtækar ályktanir séu dregnar um fordæmisgildið.

Hann tekur fram í viðtalinu að ítarleg könnun hafi verið gerð á eignarhaldi Burlington og að það hafi tekið sinn tíma. FME þurfti að hafa samband við fjármálaeftirlitsstofnanir nokkurra landa. Aðstoðarforstjórinn segir að eignarstrúktúr hafi ákveðin einkenni ógegnsæis. Þó segir hann að FME hafi gengið úr skugga um eðlilega framkvæmd í nágrannalöndunum og hafi fylgt sambærilegum leiðbeiningum sem gefin eru út af evrópsku eftirlitsstofnuninni.