Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið formlega rannsókn á skattskilum Apple, Fiat og Starbucks í Evrópu.

Verðlagning milli félaga í samstæðum félaganna er sérstaklega til skoðunar.

Joaquín Almunia, sem fer með samkeppnismál hjá framkvæmdastjórn ESB, segir að í ljósi erfiðra fjárlaga hjá aðildaríkjum ESB, að stórfyrirtæki borgi sangjarna skatta.

Framkvæmdastjórnin hefur óskað eftir upplýsinum frá Írlandi vegna Apple, Luxemborg vegna Fiat og Hollandi vegna Starbucks.

Einnig hefur framkvæmdastjórnin óskað eftir upplýsingum frá Bretlandi vegna Gíbraltar og Belgíu.