*

þriðjudagur, 23. apríl 2019
Innlent 20. febrúar 2016 13:44

Skattrannsóknarstjóri: Enn langt í land

Skattrannsóknarstjóri segir að rannsókn á gögnum, sem keypt voru af huldumanni í sumar, sé snúin.

Ritstjórn

Enn er langt í land í niðurstöðu skattrannsóknarstjóra á 30 málum sem byggja á skattagögnunum sem keypt voru af erlendum hlundumanni fyrir 37 milljónir króna í byrjun síðasta sumars.

Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir í samtali við Fréttatímann að rannsóknin sé snúin. Ekki hafi verið lögð fram nein fjárhaldsgögn eða bankayfirlit. Einungis sé um að ræða upplýsingar um aflandsfélög í eigu Íslendinga.

Málin þrjátíu eru einungis lítill hluti þeirra upplýsinga um aflandsfélög sem voru keyptar. Ríkisskattstjóri fékk afganginn og tekur ákvörðun um hvernig farið verður með þær upplýsingar.

Bryndís segir við Fréttatímann að sakaruppgjöf gegn uppgjöri skattsvika sé sú leið sem flest lönd hafi valið að fara. Hún gæti ýtt undir að fólk kæmi fram að sjálfsdáðum í stað þess að eiga á hættu að sæta skattrannsókn.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim