Ríkisstjórnin ætlar að afnema millitekjuskattþrepið í tveimur áföngum þannig að það verði horfið í árslok 2017 og verður að því loknu verða mörk milli þrepa miðuð við 700 þúsund króna mánaðarlaun. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu .

Þar segir að þessar breytingar hafi verið kynntar fyrir forystumönnum stéttarfélaganna á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Hugnist verkalýðsfélögunum breytingarnar sé búist við því að skrifað verði undir samninga í dag eða á morgun.

Ekki mun hafa verið tekin ákvörðun um það hvernig prósentutölur verða í hvoru skattþrepi fyrir sig. Í núverandi tekjuskattþrepum greiða launþegar 22,86% tekjuskatt af tekjum undir 309.140 krónum á mánuði, 25,3% af tekjum frá þeirri fjárhæð að 836.404 krónum og 31,8% af tekjum yfir 836.405 krónum.