Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 1,36% í um 3,2 milljarða viðskiptum dagsins. Fór hún niður í 1.724,00 stig.
Heildarmarkaðsviðskiptin námu tæplega 5,2 milljörðum króna og lækkaði markaðsvísitala Gamma um 0,30% í þem, og stendur hún nú í 165,357 stigum.

Skuldabréfavísitala Gamma stóð í stað 335,071 stigi í 1,8 milljarða veltu og vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði um 0,03% í 326 milljóna veltu, upp í 153,704 stig.

Eina fyrirtækið sem hækkaði í virði í kauphöllinni í dag var Skeljungur með 1,59% hækkun í 130 milljóna króna veltu.

Mest lækkun var hins vegar á gengi bréfa Icelandair, eða um 2,90% í 207 milljóna króna veltu, og er gengi bréfa flugfélagsins nú 12,37 krónur. Næst mest lækkun var á gengi bréfa Sjóvá, eða um 2,13%, fóru þau niður í 16,05 krónur í 83 milljóna króna veltu.

Mesta veltan, eða fyrir 878 milljónir, var svo með bréf Marel, en þau lækkuðu um 1,04% og var lokagengi bréfa félagsins 379,00 krónur.