Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,11% í dag og stendur því nú í 1.749,51 stigi. Heildarvelta á mörkuðum nam 2,6 milljörðum, þar af var veltan tæpur milljarður á hlutabréfamarkaði og 1,6 milljarður á skuldabréfamarkaði.

Gengi bréfa Skeljungs hækkaði í dag um 1,45% í 83,2 milljón króna viðskiptum, einnig hækkaði gengi bréfa Nýherja um 1,91% þó í litlum viðskiptum. Gengi bréfa N1 hækkaði um 1,28% í 75,3 milljón króna viðskiptum.

Gengi bréfa Icelandair lækkaði mest eða um 0,66% í 178,4 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa Símans um 0,26% í 55,5 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 2,4 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 1 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði lítillega í dag í 1,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði lítillega í 0 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega í 0,5 milljarða viðskiptum.

Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 0,2 milljarða viðskiptum.