*

mánudagur, 28. maí 2018
Innlent 20. mars 2017 16:42

Skeljungur hækkar um 1,69%

Gengi hlutabréfa Nýherja og Skeljungs hækkaði mest í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,2% í dag og stendur nú í 1.758,12 stigum. Hún hefur því hækkað um 2,78% frá áramótum. Heildarvelta á mörkuðum nam ríflega 8,1 milljarði, þar af nam velta á hlutabréfamarkaði 4,4 milljörðum og velta á skuldabréfamarkaði 3,7 milljörðum.

Gengi hlutabréfa Nýherja hækkaði mest eða um 3,10% í tiltölulega litlum viðskiptum en 27 milljón króna velta var með bréf félagsins. Einnig hækkaði gengi hlutabréfa Skeljungs um 1,69% í 94 milljón króna viðskiptum.

Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði um 0,93% í 132,4 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi Icelandair um 0,8% í 147,7 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 7,7 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 4,4 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag í 2,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 0,9 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 1,4 milljarða viðskiptum.