Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,18% í dag og endaði í 1.811,31 stigi. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 2,8 milljörðum króna.

Mest hækkun var á bréfum Skeljungs en þau hækkuðu um 2,47% í viðskiptum upp á 339 milljónir króna. Bréf tryggingafélagsins stóðu því í 6,63 krónum við lokun markaða. Þá hækkuðu bréf Reita næst mest eða um 0,65% í 147 milljón króna viðskiptum en lokagengi bréfa félagsins í dag var 92,30 krónur.

Mest lækkuðu bréf Eikar eða um 1,15% í 91 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins stóðu í 10,33 krónum í lok dags. Þá lækkuðu bréf TM um 0,96% en í óverulegum viðskiptum.

Mest velta var með bréf Marel en hún nam 840 milljónum króna. Bréf félagsins lækkuðu um 0,38% og stóðu í 389,50 krónum í lok dags.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,10% í viðskiptum upp á rúma 2,7 milljarða. Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,02% í 2,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,12% í 193 milljóna króna viðskiptum en óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,18% í 2.089 milljóna króna viðskiptum.