*

sunnudagur, 16. desember 2018
Innlent 14. nóvember 2018 16:00

Skeljungur hækkar um 3,26%

Verð á hlutabréfum í Skeljungi hefur hækkað um 3,26% í 139 milljóna króna viðskiptum.

Ritstjórn
Kauphöll Íslands
Haraldur Guðjónsson

Verð á hlutabréfum í Skeljungi hefur hækkað um 3,26% í 139 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið birti uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðunung eftir lokun markaða í gær.

Næst mest hækkun var á verði á hlutabréfum í Icelandair en það hækkaði um 1,67% í 449 milljóna króna viðskiptum ef miðað er við lok dagsins í dag en bréfin hækkuðu um 6,0% í fyrstu viðskiptum dagsins. 

Hlutabréfaverð í Högum lækkaði mest í viðskiptum dagsins og nam lækkunin 1,69% í 90 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkun var á verði á hlutabréfum í Origo og nam lækkunin 1,10%.

Hlutabréfavísitala Aðalmarkaðarins hækkaði um 0,79% í Kauphöllinni í dag.