Fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf í olíufélaginu Skeljungi gæti orðið 9. desember næstkomandi, en þá yrði félagið það fyrsta til að vera skráð á markað á þessu ári.

Þetta kemur fram í frétt Vísis , en í Fréttablaðinu í dag auglýsti félagið almennt útboð á hlutabréfum þess. Mun það hefjast klukkan 12:00 mánudaginn 28. nóvember og ljúka klukkan 16:00 miðvikudaginn 3. nóvember 2016.

Tekur það til 493.401.789 hluta sem samsvarar 23,5% hluta í félaginu, en áskilinn er réttur til að stækka útboðið í allt að 661.368.368 hluti, sem samsvarar 31,5% hluti.

Er reiknað með að niðurstöður útboðsins liggi fyrir fimmtudaginn 1. desember 2016 og mun kauphöll Nasdaq Iceland þá tilkynna opinberlega um fyrsta dag viðskipta með hlutabréfin.