Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,65% í tæplega 3,6 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.690,57 stigum. Aðalsvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,27% í tæplega 4 milljarða viðskiptum og stendur hún nú í 1.332,98 stigum.

Grænt var að um að litast í kauphöllinni í dag, en einungis tvö félög lækkuðu í verði þegar upp var staðið. Annars vegar Marel en gengi bréfa félagsins lækkaði um 0,58%. Voru mestu viðskiptin með bréf félagsins, en þau námu 919 milljón króna og er hvert bréf félagsins nú verðlagt á 340 krónur. Hins vegar lækkuðu bréf HB Granda um 0,15% í óverulegum viðskiptum.

Mest hækkun var á gengi bréfa Skeljungs, sem hækkuðu um 2,34% í 153 milljón króna viðskiptum þannig að bréfin standa nú í 6,55 krónum. Næst mest hækkaði gengi bréfa Icelandair Group eða um 2,27% í 754 milljónum króna og fást nú bréf félagsins á 15,80 krónur.