Skilanefnd hefur verið skipuð yfir einkahlutafélaginu Nordico Fjármálaþjónustu ehf. eftir að eini hluthafi félagsins ákvað að slíta  því. Þau Vala Valtysdóttir, hdl., Lucien Masmejan, Christian André Raymond og Tristan Dennis Noyes hafa verið skipuð í  skilanefndina.

Um er að ræða félag sem nefnt er í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem eitt af þeim félögum sem gervimaður útlönd átti hlut í. Gervimaður útlönd er samheiti fyrir 14 kennitölur yfir óþekkta aðila erlendis. Í síðasta birta ársreikningi Nordico  Fjármálaþjónustu fyrir árið 2010 er eigandi félagsins sagður vera félagið Dabney Associated SA sem skráð er til húsa í Panama.  Félagið tapaði 1,6 milljónum dollara á árinu 2010 en eigið fé þess nam þá um 15,6 milljónum dollara.