„Þeir skuldabréfaskilmálar sem ég hef lesið [frá því fyrir hrun] eru ekki mikils virði,“ segir Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða hjá íslandsbanka. Hann tekur þó fram að starfaði erlendis á þeim tíma og þekkir því ekki til af eigin reynslu. „Það voru settar litlar kvaðir á rekstur útgefenda, um getu þeirra til þess að greiða sér arð, getu til að selja eignir úr félögum eða veðsetja. Skilmálar bréfa voru oft ákaflega veikir.

Skuldabréfasamningur er samningur um að útgefandi endurgreiði kaupanda yfir töluvert langan tíma. Kaupendur ættu í raun aðeins að vera tilbúnir að fjármagna fyrirtæki með traustan rekstrargrundvöll. En margir útgefenda fyrir hrun voru fjárfestingasjóðir með mjög breytilegt tekjuflæði. Þess vegna var fjármögnun slíkra félaga í gegnum hlutafé heppilegri, það er óskuldbindandi tilboð um að greiða til baka þegar vel gengur,“ segir Tryggvi.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er að finna ítarlegt viðtal við Tryggva Björn. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.