*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 11. september 2016 14:38

Skilur áhyggjurnar

Ráðherra segir að gagnrýna megi hversu faghópar verkefnisstjórnar rammaáætlunar voru seint skipaðir.

Trausti Hafliðason
Haraldur Guðjónsson

„Ég skil alveg þessar áhyggjur," segir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og vísar til niðurstöðu faghóps 4 um að þjóðhagslegt mat virkjunarkosta hafi ekki farið fram.  Faghópurinn starfaði undir verkefnisstjórn um 3. áfanga rammaáætlunar en stjórnin skilaði lokaskýrslu sinni í lok síðasta mánaðar.

„Það virðist mjög erfitt að búa til aðferðafræði til meta þjóðhagslega hagkvæmni og auðvitað þykir mér miður að það hafi ekki heldur tekist núna. Þetta er alveg eins og var við 2. áfanga rammaáætlunar, þá var þetta heldur ekki gert."

Þessi ummæli ráðherra eru stangast á við það sem Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs og formaður faghópsins hefur sagt eins og lesa má hér.

Sigrún segir að að þegar ný verkefnisstjórn verði skipuð og vinna við 4. áfanga rammaáætlunar hefjist þurfi að setjast fljótt niður og móta aðferðarfræði til framkvæma þjóhagslegt mat.

„Þá hafa menn þessi varnaðarorð í farteskinu ef hægt er að orða það þannig. Nýja verkefnisstjórnin hlýtur að setja faghópana í gang einn tveir og þrír. Því miður voru hóparnir núna síðast skipaðir dálítið seint og það má alveg gagnrýna það en það er ekki mig við að sakast í þeim efnum því það er verkefnisstjórnin sem skipar faghópana. Ráðherra kemur ekkert nálægt því. Reyndar kemur ráðherra ekki mikið að þessari vinnu og eiginlega helst ekkert, sem mér finnst svolítið skrítið því á endanum situr ráðherra alltaf uppi með ábyrgðina."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim