Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur nú skipað starfshóp sem mun rannsaka og áætla stefnu og aðgerðir til eflingar fjarheilbrigðisþjónustu.

Markmiðið er að bæta getu til þess að bjóða landsmönnum fjölbreytta skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu óháð búsetu þeirra.

Fjarheilbrigðistþjónusta er veitt með fjarskiptum og rafrænum hætti, og hefur verið þróuð víða um heim á síðustu áratugum.

Í greinargerð með þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra kemur fram að rannsóknir hafi sýnt að ávinningur við notkun fjarheilbrigðisþjónustu snúi bæði að lífsgæðaaukningu þeirra sem njóta hennar jafnt á við lækkun kostnaðar heilbrigðisþjónustu.

Formaður starfshópsins er Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á akureyri. Aðrir nefndarmenn eru Guðbjartur Ólafsson heimilislæknir, Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Helga Bragadóttir, dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.