Skipstjórnarmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands samþykktu nýgerðan kjarasamning félags skipstjórnarmanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Um 54% starfandi skipstjórnarmanna greiddu atkvæði sem féllu þannig að 56,4 % sögðu já, 41,6 % sögðu nei og 2 % skiluðu auðu. Kemur þetta fram í frétt á vefsíðu skipstjórnarmanna.

Hjá Sjómannasambandinu var kjarasamningurinn felldur með afgerandi hætti. Þátttaka nam 38,5% og samþykktu 33,3% samninginn, en 66,4% höfnuðu honum. Staðan er því sú að skipstjórnarmenn eru einna starfstéttin sem samþykkt hefur kjarasamning við útgerðarmenn.