Tilteknar eignir og skuldir Íslenskra fjárfesta, sem eru sagðar ótengdar rekstri fjármálafyrirtækja, flytjast frá verðbréfafyrirtækinu til fyrirtækisins KJO ehf. Þetta samþykkti Fjármálaeftirlitið hinn 9. maí síðastliðinn, en KJO ehf. mun ekki stunda leyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtækja.

Nýja fyrirtækið ber upphafsstafi Karls Jóhanns Ottósonar aðaleiganda Íslenskra verðbréfa en samkvæmt heimasíðu félagsins á hann 80,65% í félaginu.

Framtíðarsjóðurinn hf. á svo 6,47%, en helstu hluthafar þess eru þau Valur K. Guðmundsson, Helga Árnadóttir, Sævar Guðjónsson, Rúnar Guðjónsson, Þórarinn Magnússon og Rúnar Halldórsson. Ragnar Halldórsson á svo 3,82%, Júlíus Rafnsson á 2,47% og Svanhvít Eydís Egilsdóttir á 1,47%. Íslenskir fjárfestar hf. eiga svo 3,82% í sjálfu sér.