Á blaðamannafundi í morgun kynnti Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra breytta framsetningu álagningar opinberra gjalda. Markmiðið er að bæta þjónustuna og gera hana skilvirkari. Nú verður hægt að sjá skiptingu opinberra gjalda með skýrari hætti en áður.

Á fundinum kynnti ráðherra jafnframt ákvörðun ríkisstjórnar um að árið 2020 verði stafræn samskipti orðin meginsamskiptaleið hins opinbera við fyrirtæki og almenning.

Með því að styrkja síðuna island.is og halda þróun þjónustunnar áfram má búast við að um 500 milljónir sparist með því að hætta að senda bréfpóst.

Að koma á stafrænni þjónustugátt opinberra gjalda er eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar og er þetta verkefni liður í því.