Skiptum er lokið á rækjuútgerðinni F420 ehf. Félagið stundaði rækjuútgerð frá Ísafirði.

Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um fjárhagsstöðu Byggðastofnunar frá árinu 2010 var félagið með 9,8% hlutdeild í þáverandi heildarrækjukvóta. Áætlað verðmæti kvótans var þá metið á 263,6 milljónir króna. Veiðar á úthafsrækju voru gefnar frjálsar á fiskveiðiárinu 2010/2011 en með þessari ákvörðun rýrnaði það verðmæti mjög.

Alls var lýst 444,3 milljónum króna í búið, en skiptum lauk án þess að greiðsla fengist í lýstar kröfur.