Skiptum er lokið á eignarhaldsfélaginu Þú Blásól ehf., en það var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Að því sem fram kemur í Lögbirtingarblaðinu námu lýstar kröfur námu rúmum 102 milljónum króna en engar eignir fundust í búinu og fékkst því ekkert upp í kröfur. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 1. júní sl.

Félagið komst í fréttir árið 2010 þegar skiptastjóri þrotabús Fons, sem áður var í eigu Pálma Haraldssonar, fór fram á riftun á lánveitingu til félagsins að fjárhæð einum milljarði króna, en fjárhæðin var greidd beint inn á bankareikning Jóns Ásgeirs. Taldi skiptastjórinn að um gjafagerning hefði verið að ræða. Pálmi Haraldsson sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann hélt því fram að lánveitingin hefði falið í sér fjárfestingarsamning.