Gjaldþrotaskiptum á fyrirtækinu Marmeti ehf. í Sandgerði hefur verið lokið, en ríflega 274 milljónir greiddust upp í 461 milljóna veðkröfur, eða rétt um 68% þeirra.

Almennar kröfur í félagið námu hins vegar tæplega 614,5 milljónum króna, en félagið komst í fréttir þegar það gerði 600 milljóna fjárfestingarsamning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið undir forystu Steingríms J . Sigfússonar árið 2013.

Aðaleigandi félagsins var Örn Erlingsson útgerðarmaður, en byggt var 2.500 fermetra hús í Sandgerði undir starfsemina og keyptar nýjar vinnslulínur og búnaður af fullkomnustu gerð.

Nam heildarfjárfestingin við verkið rúmlega 600 milljónum króna samkvæmt frétt á vef Viðskiptablaðsins frá árinu 2013. Félagið var síðan úrskurðað gjaldþrota 18. febrúar árið 2014, og eignir þess auglýstar til sölu .

Fleiri fréttir um málefni Marmetis:

Skoðanapistlar og athugasemdir um málefni Marmetis: